Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 12. ágúst 2018 11:53
Ívan Guðjón Baldursson
Bakayoko fer til Milan í kvöld - Staðfestur í vikunni
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja AC Milan og Chelsea hafa náð samkomulagi um félagaskipti franska miðjumannsins Tiemoue Bakayoko.

Bakayoko, sem verður 24 ára í vikunni, var keyptur til Chelsea síðasta sumar fyrir 40 milljónir punda.

Hann náði ekki að festa sig í sessi í byrjunarliðinu og þótti ekki standa sig neitt sérlega vel þrátt fyrir að vera með í 43 leikjum á tímabilinu, 29 þeirra í deildinni.

Milan borgar 5 milljónir evra til að fá Bakayoko á lánssamning út tímabilið. Í samningnum er kaupréttur sem gerir ítalska félaginu kleift að klófesta leikmanninn fyrir 35 milljónir til viðbótar.

Bakayoko hefur spilað einn A-landsleik fyrir Frakkland og var ekki í leikmannahópnum sem vann til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner