Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. ágúst 2018 12:48
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo fékk lungnabólgu - Í gjörgæslu á Ibiza
Mynd: Getty Images
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Ronaldo endaði á gjörgæsludeild á einkaspítala á Ibiza samkvæmt enskum og spænskum fjölmiðlum.

Honum leið mjög illa á föstudaginn og var keyrður á spítala þar sem hann var greindur með lungnabólgu.

Eftir greininguna bað Ronaldo um að vera færður yfir á einkaspítala á eyjunni, þar sem hann er á góðri bataleið þrátt fyrir að vera enn í gjörgæslu.

Starfsfólk einkaspítalans neitar að tjá sig um málið í skjóli persónuverndarlaga en búist er við að hinn 41 árs gamli Ronaldo nái sér aftur að fullu.

Ronaldo á hús á Ibiza og heimsækir eyjuna reglulega. Hann fór þangað í sumarfrí fyrir viku síðan.




Athugasemdir
banner
banner