Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. ágúst 2018 14:25
Ívan Guðjón Baldursson
England: Liverpool setti fjögur gegn West Ham
Mynd: Getty Images
Margir hafa spáð Liverpool góðu gengi á tímabilinu og er það vel skiljanlegt miðað við frammistöðuna gegn West Ham í dag.

Hamrarnir áttu aldrei möguleika gegn léttleikandi heimamönnum og skoraði egypska markavélin Mohamed Salah fyrsta mark leiksins eftir rétt tæpar 20 mínútur. Hann var vel staðsettur og kláraði af stuttu færi eftir fasta og lága fyrirgjöf frá Andrew Robertson.

Salah komst nálægt því að tvöfalda forystuna áður en Sadio Mane gerði það rétt fyrir leikhlé þegar vörn West Ham steinsofnaði og skildi allt eftir galopið.

Mane gerði þriðja mark heimamanna snemma í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá Roberto Firmino. Mane var nokkuð augljóslega rangstæður en aðstoðardómarinn tók ekki eftir því og hélt flagginu niðri.

Daniel Sturridge fékk að spreyta sig undir lok leiksins og skoraði hann með sinni fyrstu snertingu nokkrum sekúndum síðar. Hann var sá eini sem náði til boltans eftir hornspyrnu James Milner.

Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 87 mínúturnar er Burnley gerði markalaust jafntefli við Southampton í kaflaskiptum leik.

Gestirnir frá Burnley voru mun betri í fyrri hálfleik en heimamenn voru óheppnir að stela ekki sigrinum í þeim síðari.

Liverpool 4 - 0 West Ham
1-0 Mohamed Salah ('19)
2-0 Sadio Mane ('45)
3-0 Sadio Mane ('53)
4-0 Daniel Sturridge ('88)

Southampton 0 - 0 Burnley
Athugasemdir
banner
banner
banner