Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. ágúst 2018 14:59
Ívan Guðjón Baldursson
Hart: Labbaði inn í hreiður af topp markvörðum
Joe Hart átti góða frumraun með Burnley. Jóhann Berg Guðmundsson lék nánast allan leikinn.
Joe Hart átti góða frumraun með Burnley. Jóhann Berg Guðmundsson lék nánast allan leikinn.
Mynd: Getty Images
Joe Hart var keyptur til Burnley í sumar þar sem hann er í samkeppni við nokkra af betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Hart byrjaði fyrsta leik tímabilsins í dag gegn Southampton. Hann átti góðan leik og hélt hreinu, en Tom Heaton markvörður og fyrirliði Burnley sat á bekknum.

Þá voru hvorki Nick Pope né Anders Lindegaard í hóp, en Pope þótti standa sig frábærlega á síðasta tímabili og Lindegaard á 19 úrvalsdeildarleiki að baki fyrir Manchester United.

„Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik en þeir sneru þessu algjörlega við í þeim síðari. Ég held að bæði lið geti verið sátt með stig," sagði Hart eftir jafnteflið.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn til Burnley. Ég labbaði inn í hreiður sem er fullt af topp markvörðum og þarf að vera upp á mitt allra besta til að halda byrjunarliðssætinu."

Hart var á láni hjá West Ham á síðasta tímabili. Hann spilaði 19 deildarleiki í heildina og hélt aðeins einu sinni hreinu á útivelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner