Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. ágúst 2018 16:12
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Annað tap Sandhausen í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandhausen 0 - 3 Hamburger SV
0-1 K. Narey ('7)
0-2 R. Van Drongelen ('30)
0-3 K. Narey ('59)

Rúrik Gíslason byrjaði í framlínu Sandhausen er liðið fékk Hamburger SV í heimsókn í þýsku B-deildinni.

Leikurinn var nokkuð jafn en gæðamunur liðanna fyrir framan markið var augljós.

Heimamenn klúðruðu mörgum færum á meðan gestirnir nýttu sín vel og unnu að lokum 3-0.

Rúrik lék fyrstu 75 mínúturnar rétt eins og gegn Greuther Furth í fyrstu umferð, en Sandhausen fékk einnig þrjú mörk á sig í þeim leik og situr því stigalaust á botni deildarinnar eftir tvær umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner