Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. ágúst 2018 16:54
Ívan Guðjón Baldursson
England: Auðvelt fyrir Man City á Emirates
Mynd: Getty Images
Arsenal 0 - 2 Manchester City
0-1 Raheem Sterling ('14)
0-2 Bernardo Silva ('64)

Pep Guardiola hvíldi nokkra þreytta lykilmenn í fyrsta deildarleik Manchester City á tímabilinu sem var á útivelli gegn Arsenal.

Þrátt fyrir að það hafi vantað Leroy Sane, Kevin De Bruyne, David Silva og Vincent Kompany voru Englandsmeistararnir mikið betri heldur en heimamenn.

Raheem Sterling skoraði fyrsta mark leiksins eftir glæsilegt einstaklingsframtak þar sem hann hljóp framhjá tveimur varnarmönnum Arsenal áður en hann skoraði hjá Petr Cech.

Það var lítið sem gekk upp hjá Arsenal og komust gestirnir nokkrum sinnum nálægt því að bæta marki við áður en flautað var til hálfleiks.

Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn þokkalega en ekki leið á löngu þar til Man City tvöfaldaði forystuna eftir laglega skyndisókn. Bernardo Silva fékk þá boltann út í teig þegar hann var einn og óvaldaður og skoraði örugglega.

Meira var ekki skorað og var sigur Man City afar sannfærandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner