Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. ágúst 2018 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Kjartan í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum FCK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason lék með Horsens í fyrra en stuðningsmenn Midtjylland skulda honum stóran greiða eftir að Kjartan skoraði tvennu gegn Bröndby í næst síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.

Kjartan skoraði tvennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og jafnaði í 2-2. Þetta varð til þess að Bröndby missti af danska meistaratitilinum og varð Midtjylland meistari.

Eftir leikinn var heimili Kjartan vaktað af lögreglu.

Auk þess að vera vinsæll hjá stuðningsmönnum Midtjylland er Kjartan, sem er í dag leikmaður Ferencvaros í Ungverjalandi, greinilega mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum FC Kaupmannahöfn.

Bröndby og FCK eru miklir erkifjendur og voru stuðningsmenn FCK því kátir þegar Kjartan eyðilagði titilmöguleika Bröndby á síðasta tímabili.

Nokkrir stuðningsmenn FCK voru það ánægðir með Kjartan að þeir fengu sér treyju merkta honum. Hér að neðan má sjá mynd af einum stuðningsmanni FCK í þannig treyju. Hún er merkt "Finnbogason" og "2-2" þar sem leikurinn endaði 2-2.

Gaman að þessu!

Bröndby og FCK mættust í dönsku úrvalsdeildinni í dag en FCK bar sigur úr býtum.



Athugasemdir
banner
banner