Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. ágúst 2018 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Fólk verður að skilja að þetta verður ótrúlega erfitt tímabil
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var sáttur með 4-0 sigur Liverpool á West Ham í dag en hann varaði stuðningsmenn við því að tímabilið yrði ótrúlega erfitt.

Liverpool fjárfesti mikið í sumar og keypti leikmenn eins og Alisson, Fabinho, Xherdan Shaqiri og þá kom Naby Keita frá RB Leipzig.

„Það eru væntingar gerðar til okkar en við erum líka með okkar væntingar," sagði Klopp eftir leik. „Við áttum okkur á því að það hefur verið jákvætt andrúmsloft í kringum okkur allt undirbúningstímabilið, það er gott að fólk er jákvætt."

„En fólk verður líka að vita að þetta tímabil verður ótrúlega erfitt. Við getum ekki verið neitt annað en áskorandi þar sem við höfum ekki unnið neitt í langan tíma."

„Svo við verðum að fjárfesta meira, berjast meira, skapa meira. Það er það sem við búumst við frá okkur sjálfum, svo munum við sjá hvar við erum."

Klopp tók það fram að leikurinn í dag hefði ekki verið fullkominn og liðið þyrfti að vera tilbúið fyrir erfiðari verkefni. „West Ham mun eiga gott tímabil en þeir eru ekki United eða City, þeir vita það og við vitum það. Við þurfum að vera tilbúnir í hverri viku," sagði Klopp sem getur vel við unað eftir úrslit dagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner