Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. ágúst 2018 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: ÍBV líkar vel við að spila við FH á þessum degi
Gunnar Heiðar skoraði sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum fyrir ári síðan. Hann var aftur á skotskónum í dag.
Gunnar Heiðar skoraði sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum fyrir ári síðan. Hann var aftur á skotskónum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði fyrir FH.
Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði fyrir FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 0 - 2 ÍBV
0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('38 )
0-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('45 , víti)
Lestu nánar um leikinn

ÍBV gerði sér lítið fyrir, fór á Kaplakrikavöll og sigraði þar heimamenn í FH. Eyjamenn fara syngjandi kátir heim til Vestmannaeyja með þrjú stig í veganestinu.

Eyjamenn voru ófeimnir í fyrri hálfleiknum og þeir sóttu á FH-inga. Það bar árangur á 38. mínútu þegar reynsluboltinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk ÍBV svo víti þegar Ívar Orri, dómari, dæmdi hendi á Robbie Crawford. Gunnar Heiðar skoraði af miklu öryggi á vítapunktinum, 2-0 fyrir ÍBV í hálfleik.

Frammistaða FH var ekki upp á marga fiska í þessum leik og endaði leikurinn 2-0 fyrir ÍBV.

ÍBV líður vel gegn FH á þessum degi
Fyrir nákvæmlega ári síðan vann ÍBV, FH 1-0 í bikarúrslitum. ÍBV líður greinilega vel að mæta FH 12. ágúst.

Smelltu hér til að skoða textalýsingu úr þeim leik.

Hvað þýða þessi úrslit?
ÍBV er í áttunda sæti með 19 stig, fimm stigum frá fallsæti. Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði fyrir FH, sem situr í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar með 23 stig.

Klukkan 18:00 hefjast þrír leikir í deildinni.

Beinar textalýsingar:
16:00 FH 0 - 2 ÍBV
18:00 KR - Fjölnir
18:00 Fylkir - Stjarnan
18:00 Keflavík - KA



Athugasemdir
banner
banner
banner