Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. ágúst 2018 18:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hólmbert orðinn markahæstur - Með þrennu í góðum sigri
Hólmbert Aron í leik með Stjörnunni.
Hólmbert Aron í leik með Stjörnunni.
Mynd: Raggi Óla
Haukur Heiðar Hauksson.
Haukur Heiðar Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson reimaði á sig markaskóna þegar Álasund heimsótti Florø í norsku B-deildinni í dag. Hólmbert, sem hefur verið heitur á tímabilinu, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum.

Hann skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en það tók hann ekki langan tíma að bæta við öðru marki fyrir Álasund í seinni hálfleik. Í stöðunni 3-1, þegar stundarfjórðungur var eftir, innsiglaði Hólmbert svo þægilegan sigur fyrir Álasund. Hólmbert er markahæstur í deildinni, kominn með 14 mörk.

Aron Elís Þrándarson spilaði allan leikinn ásamt Hólmberti. Adam Örn Arnarson var allan tímann á varamannabekknum og Daníel Leó Grétarsson var ekki í hóp.

Álasund er á toppi B-deildarinnar með 42 stig, fjórum stigum meira en næsta lið. Álasund á líka leik til góða.

Á sama tíma var leikið í norsku úrvalsdeildinni.

Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu þegar Rosenborg gerði 1-1 jafntefli gegn Stabæk. Norsku meistararnir eru í öðru sæti, einu stigi á eftir Brann, sem tapaði 5-1 gegn Molde.

Arnór Smárason skoraði í sínum fyrsta leik með Lilleström um síðustu helgi en hann var ekki á skotskónum í dag. Hann spilaði allan leikinn í 2-0 tapi gegn Sarpsborg, en Lilleström var einum færri frá 33. mínútu. Orri Sigurður Ómarsson var ekki í leikmannahópi Sarspborg.

Þá spilaði Aron Sigurðarson allan leiktímann þegar Start gerði markalaust jafntefli við Ranheim. Start er í 14. sæti.

Böðvar spilaði í góðum útisigri
Böðvar Böðvarsson, oft kallaður Böddi löpp, spilaði fyrri hálfleikinn þegar Jagiellonia Bialystok sigraði leik sinn gegn Zaglebie Lubin í pólsku úrvalsdeildinni.

Böðvar spilaði í vinstri bakverði en var skipt af velli fyrir Brasilíumanninn Guilherme í hálfleik.

Þetta var þriðji leikurinn í pólsku úrvalsdeildinni, annar leikurinn sem Böðvar byrjar.

Jagiellonia vann 2-0 í dag en liðið er með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina.

Björn Daníel ónotaður og Haukur lék síðustu mínúturnar
Þá ber að nefna það að Björn Daníel Sverrisson og Haukur Heiðar Hauksson byrjuðu báðir á bekknum hjá sínum liðum í dag.

Björn Daníel, sem hefur verið að spila nokkuð í upphafi tímabils, þegar AGF gerði markalaust jafntefli við Randers í dönsku úrvalsdeildinni. AGF er með sjö stig eftir fimm leiki og er í fimmta sæti deildarinnar.

Þetta var fyrsti deildarleikurinn á þessari leiktíð sem Björn byrjar ekki.

Haukur Heiðar spilaði þá síðustu mínúturnar hjá toppliðinu í Svíþjóð, AIK, gegn Elfsborg á heimavelli. Henok Goitom skoraði eina mark leiksins fyrir AIK á 58. mínútu.

Haukur kom inn á sem varamaður á 81. mínútu, en þetta var aðeins fjórði deildarleikurinn sem hann spilar á tímabilinu. Sautján leikir eru búnir hjá AIK í sænskur úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner