Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. ágúst 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Elísabet og Sif að missa af lestinni
Elísabet hefur lengi þjálfað Kristianstad.
Elísabet hefur lengi þjálfað Kristianstad.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærimeyjar Elísabetu Gunnarsdóttur í sænska liðinu Kristianstad þurftu að sætta sig við svekkjandi tap gegn Eskilstuna á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum og það kom þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

„Mér finnst liðið hafa verið að spila mjög vel og við höfum hangið vel í toppliðunum. Varnarleikur liðsins hefur verið frábær en við mættum alveg skora fleiri mörk," sagði Elísabet, þjálfari liðsins, í viðtali við Fótbolta.net í síðasta mánuði. Það var akkúrat það sem klikkaði í dag hjá Kristianstad, sóknarleikurinn.

Sif Atladóttir lék allan leikinn í dag fyrir Kristianstad og uppskar hún gult spjald á 67. mínútu.

Elísabet, sem hefur þjálfað Kristianstad í tæp 10 ár, setti sér það markmið fyrir tímabilið að koma liðinu í toppbaráttu. Kristianstad er í fjórða sæti en liðið er að missa af lestinni. Það eru 10 stig í toppsætið og fimm stig í þriðja sæti.

Sjá einnig:
Svíþjóð: Glódís skoraði í góðum sigri
Athugasemdir
banner
banner