Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. ágúst 2018 19:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Ekki spurning sem ég þarf að svara
Pep Guardiola og aðstoðarmaður hans, Mikel Arteta.
Pep Guardiola og aðstoðarmaður hans, Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gat leyft sér að vera ánægður eftir 2-0 sigur á Arsenal í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

„Ég er ánægður, mjög ánægður. Við fengum ekki mikinn tíma til að æfa allir saman," sagði Guardiola. „Það hjálpar að við þekkjumst vel eftir að hafa verið í tvö ár saman."

„Það getur enginn neitað því að það er erfitt að mæta Arsenal á útivelli. Þeir eru með nýjan stjóra eftir 20 ár og eiganda sem styður verkefnið. Að vinna eins og við gerðum er mjög ánægjulegt og ég hrósa liðinu mínu mikið."

Man City gjörsigraði í úrvalsdeildina á síðasta tímabili. Er hungrið áfram til staðar?

„Þetta er góð spurning en henni þarf ég ekki að svara. Ef ég spyr leikmennina, munu þeir segja já. Þeir þurfa að sýna mér það á vellinum hvort þeir séu hungraðir."
Athugasemdir
banner
banner
banner