sun 12. ágúst 2018 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emery: Töluðum um að taka meiri ábyrgð í seinni hálfleik
Emery stýrði Arsenal í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Emery stýrði Arsenal í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Mynd: Getty Images
Unai Emery stýrði Arsenal í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann fékk ekki óskabyrjun, Arsenal mætti Englandsmeisturum Manchester City og tapaði 2-0.

„Úrslitin voru 2-0 en á þessum 90 mínútum vorum við að bæta okkur á vellinum," sagði Emery eftir leik.

„Við spiluðum ekki í fyrri hálfleik eins og við ætluðum að gera. Við töluðum um það í hálfleik að taka meiri ábyrgð fyrir seinni hálfleikinn, að gera meira. Í seinni hálfleiknum spiluðum við meira eins og við vildum gera."

Það hefur verið slakt andrúmsloft á Emirates-leikvanginum síðustu ár. Emery fékk fullan völl í dag.

„Við vildum byrja hér með stuðningsmönnunum okkar. Við vildum gefa þeim góða frammistöðu en við gátum ekki gert það gegn Manchester City, því miður. En ég held að okkur muni líða vel hérna," sagði Spánverjinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner