sun 12. ágúst 2018 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Hilmar Árni klúðraði víti en Stjarnan á toppnum
KA fór létt með Keflavík - Markalaust í Vesturbæ
Stjörnumenn eru á toppnum.
Stjörnumenn eru á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Árni skoraði úr tveimur vítaspyrnum.
Elfar Árni skoraði úr tveimur vítaspyrnum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fjölnir gerði sitt annað markalausa jafntefli í röð.
Fjölnir gerði sitt annað markalausa jafntefli í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það voru þrír leikir í Pepsi-deild karla í kvöld, fjórir leikir heilt yfir í dag. Áðan sigraði ÍBV, FH í Kaplakrika.

Hilmar Árni klúðraði víti en það kom ekki að sök
Stjarnan er komin á topp Pepsi-deildarinnar eftir sigur á Fylki í fyrsta leiknum á Floridanavellinum í sumar. Gervigras hefur verið lagt á völlinn og er hann í flottu standi.

Það dró til tíðinda eftir 70 mínútur í Árbænum en þá fékk Elís Rafn Björnsson, leikmaður Fylkis, að líta beint rautt spjald.

„Beint rautt spjald á Elís! Fer með sólann á undan sér í tæklingu á Guðmund Stein við vítateigshorn Stjörnunnar. Fylksimenn eru ekki sáttir við þennan dóm en Helgi Mikael og Andri Vigfússon aðstoðardómari eru alveg handvissir," skrifaði Magnús Már Einarsson í í beinni textalýsingu.


Stjarnan nýtti sér liðsmuninn og kom Guðmundur Steinn Hafsteinsson Garðbæingum yfir á 81. mínútu. Hilmar Árni Halldórsson, markahæsti leikmaður deildarinnar, fékk tækifæri til að bæta við öðru marki Stjörnunnar en hann klúðraði vítaspyrnu. Hilmar er vanalega mjög örugg vítaskytta, en í þetta skiptið mislukkaðist tilraun hans.

Hilmar Árni er að elta markametið í efstu deild. Hann er kominn með 15 mörk en metið er 19 mörk. Hilmar hefur nægan tíma til stefnu.

Í uppbótartímanum skoraði Guðmundur Steinn sitt annað mark og innsiglaði sigur Stjörnunnar.

Tvær vítaspyrnur í sigri KA
Það voru vítaspyrnur á fleiri stöðum en í Árbæ í kvöld. Suður með sjó, í Keflavík fékk KA tvær vítaspyrnur gegn botnliðinu.

Elfar Árni Aðalsteinsson fór betur að ráði sínu en Hilmar Árni og skoraði úr báðum spyrnunum. Sigurinn var þægilegur fyrir KA en Ásgeir Sigurgeirsson var líka á skotskónum, 3-0 fyrir KA.

Það fer að styttast í staðfest-svigann á að Keflavík sé fallið úr deildinni. Liðið er enn án sigurs.

Markalaust í Vesturbæ
Í Vesturbæ gerði Fjölnir annað sinn í röð markalaust jafntefli. Eftir markalaust jafntefli gegn Keflavík í síðustu umferði náði Fjölnir í stig gegn KR-ingum í kvöld.

Það var fátt um fína drætt eins og Egill Sigfússon, okkar maður á vellinum, gefur til kynna þegar hann lauk lýsingu sinni. „Steindautt 0-0 jafntefli staðreynd," skrifaði hann.

Hvað þýða þessi úrslit?
Stjarnan er á toppi deildarinnar með jafnmörg stig og Breiðablik, sem spilar á morgun. Stjarnan spilaði ekki í síðustu umferð og er því búið að spila 15 leiki eins og Breiðablik núna. Valur er með 29 stig, tveimur stigum minna en Breiðablik og Stjarnan, en Valsmenn eiga leik til góða.

KR er með 24 stig í fjórða sæti, sem gæti gefið þáttökurétt í Evrópukeppni. Grindavík getur komist upp fyrir KR með sigri gegn Val á morgun. KA er að blanda sér í Evrópubaráttuna með sigrinum í kvöld, KA-menn eru með 22 stig. Fjórða sætið gefur þáttökurrétt í Evrópukeppni ef bikarmeistararnir lenda í efstu þremur sætunum.

Fjölnir og Fylkir eru með 15 stig í 10. og 11. sæti. En Fylkir er fyrir neðan á markatölu. Keflavík er á botninum, 11 stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Fylkir 0 - 2 Stjarnan
0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('81 )
0-1 Hilmar Árni Halldórsson ('85 , misnotað víti)
0-2 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('90 )
Rautt spjald: Elís Rafn Björnsson , Fylkir ('71)
Lestu nánar um leikinn

KR 0 - 0 Fjölnir
Lestu nánar um leikinn

Keflavík 0 - 3 KA
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('23 , víti)
0-2 Ásgeir Sigurgeirsson ('30 )
0-3 Elfar Árni Aðalsteinsson ('57 , víti)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner