Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. ágúst 2018 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Alls engin óskabyrjun Emils - Sveinn kom ekki við sögu
Emil var besti leikmaður Íslands á HM.
Emil var besti leikmaður Íslands á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir sitt nýja lið á Ítalíu, Frosinone í kvöld.

Emil spilaði 67 mínútur er Frosinone féll úr bikarnum. Liðið tapaði óvænt fyrir Sudtirol sem leikur í Seríu C. Leikurinn endaði 2-0 en Frosinone er nýliði í Seríu A, efstu deild.

Svo sannarlega ekki nein óskabyrjun fyrir Emil.

Frosinone er fjórða félag íslenska landsliðsmannsins á Ítalíu en hann yfirgaf Udinese í sumar. Emil á að hjálpa Frosinone að halda sér uppi. Frosinone komst fyrst upp í Seríu A árið 2015 en féll þá beinustu leið aftur niður í Seríu B. Emil, sem var besti leikmaður Íslands á HM í sumar, skrifaði undir tveggja ára samning við Frosinone.

Sveinn Aron Guðjohnsen féll líka úr leik í ítalska bilkarnum í dag þegar Spezia, sem leikur í Seríu B, tapaði fyrir Spal úr Seríu A.

Lokatölur urðu 1-0 en Sveinn Aron, sem kom til liðsins frá Breiðabliki á dögunum, kom ekkert við sögu.
Athugasemdir
banner
banner