Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 12. ágúst 2018 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert Guðmunds á förum - Sagður á leið til AZ
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson er á förum frá PSV Eindhoven. Hollenskir fjölmiðillinn ED greinir frá því í kvöld.

Albert var ekki í leikmannahópi PSV þegar liðið sigraði Utrecht, 4-0 í gær, laugardag.

Albert, sem er 21 árs, gaf það út eftir síðasta leik Íslands á HM að hann þyrfti að fá alvöru mínútur á þessari leiktíð. Albert var í leikmannahópi Íslands á HM í Rússlandi.

Albert hefur verið fábær með unglingaliðum PSV en tækifærin með aðalliðinu hafa verið af skornum skammti.

ED segir að að sé svo gott sem útilokað að Albert verði lánaður, heldur verði hann seldur. Í frétt ED er Slavia Prag í Tékklandi nefndur sem mögulegur áfangastaður en samkvæmt heimildum Vísis er Albert á leið til AZ Alkmaar.

Hann mun kosta tvær milljónir evra og gengst undir læknisskoðun á morgun að sögn Vísis.

AZ hafnaði í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner