Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. ágúst 2018 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænski Ofurbikarinn: Dembele með sigurmarkið
Dembele og Messi.
Dembele og Messi.
Mynd: Getty Images
Sevilla 1 - 2 Barcelona
1-0 Pablo Sarabia ('9)
1-1 Gerard Pique ('42)
1-2 Ousmane Dembele ('78)

Sevilla og Barcelona áttust við í leiknum um spænska Ofurbikarinn á þessu sunnudagskvöldi. Þessi leikur var frábrugðinn því sem hefur verið áður. Vanalega eru tveggja leikja rimmur um spænska Ofurbikarinn en í ár var ákveðið að breyta því og hafa bara einn leik, en þessi leikur var haldinn fyrir utan Spán og er það í fyrsta sinn sem það er gert. Leikurinn fór fram í Marokkó.

Barcelona varð tvöfaldur meistari á Spáni á síðustu leiktíð og mætti því silfurliðinu úr bikarúrslitaleiknu, Sevilla, í kvöld.

Sevilla, sem var að spila fyrsta keppnisleik sinn undir stjórn Pablo Machin - sem stýrði spútnikliðinu Girona á síðasta tímabili, byrjaði betur og komst yfir eftir níu mínútur þegar Pablo Sarabia skoraði. Markið var dæmt gott og gilt með hjálp myndbandsdómara, en dómarinn hélt í fyrstu að um rangstöðu væri að ræða.

Sevilla náði ekki að halda forystunni fram að leikhléi en varnarmaðurinn Gerard Pique eftir aukaspyrnu frá Lionel Messi. Boltinn datt fyrir Pique og var auðvelt fyrir hann að klára.

Staðan var 1-1 í hálfleiknum en í seinni hálfleiknum var aðeins eitt mark skoraði og var það Ousmane Dembele sem það gerði. Dembele var orðaður við Arsenal í sumar en hann ætlar að vera áfram í Barcelona og sanna sig. Mark Dembele er hér að neðan.

Sevilla fékk tækifæri til að jafna úr vítspyrnu í uppbótartíma eftir að Marc Andre Ter Stegen tók Aleix Vidal niður í teignum. Ter Stegen bætti fyrir mistökin og varði vítaspyrnuna frá Wissem Ben Yedder.

Barcelona sigraði í leiknum um Ofurbikarinn, lokatölur 2-1.


Athugasemdir
banner
banner
banner