Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. ágúst 2018 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Annar sigur Gróttu á tveimur dögum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Einherji 2 - 4 Grótta
0-1 Tinna Jónsdóttir ('8)
0-2 Taciana Da Silva Souza ('40)
1-2 Aubri Lucille Williamson ('42)
2-2 Steindóra Huld Gunnlaugsdóttir ('54)
2-3 Hrafnhildur Fannarsdóttir ('72)
2-4 Taciana Da Silva Souza ('90)

Gróttustelpur voru á flakki um helgina. Í gær sigruðu þær Gróttu og í dag var annar sigurinn í röð niðurstaðan.

Grótta heimsótti Einherja og byrjaði af krafti. Tinna Jónsdóttir og Taciana Silva Da Souza sáu til þess að Grótta komst 2-0 yfir.

Einherji minnkaði muninn fyrir leikhlé og í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Steindóra Huld Gunnlaugsdóttir. Flottur karakter hjá Vopnfirðingum.

En Grótta hafði ekki sagt sitt síðasta. Hrafnhildur Fannarsdóttir kom Gróttu í 3-2 á 72. mínútu og í viðbótartímanum gerði Taciana Da Silva Souza sitt annað mark.

Lokatölur 4-2 fyrir Gróttu á Vopnafirði.

Hvað þýða þessi úrslit?
Grótta er í þriðja sæti með 20 stig, einu stigi frá öðru sæti og sjö stigum frá toppnum. Grótta hefur leikið þremur leikjum meira en Augnablik, sem er í öðru sæti og tveimur leikjum meira en topplið Tindastóls.

Einherji er með sex stig í næst neðsta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner