banner
   sun 12. ágúst 2018 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Cech stálheppinn í leiknum gegn Man City
Mynd: Getty Images
Petr Cech fékk traustið í markinu hjá Arsenal í tapi gegn Manchester City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Þýski markvörðurinn Bernd Leno, sem var keyptur frá Bayer Leverkusen í sumar, þurfti að gera sér það að góðu að vera á varamannabekknum.

Cech kom sér nokkuð oft í vandræði í leiknum þegar hann reyndi að spila honum frá sér. Í eitt skiptið kom hann sér í sérstaklega mikið klandur og var hann mjög nálægt því að skora ótrúlegt skrautlegt sjálfsmark.

Hvað var Tékkinn að hugsa þarna? Sem betur fer fyrir hann var hann heppinn og boltinn fór fram hjá.

Smelltu hér til að sjá myndband.

Verður Cech áfram í markinu?
Eins og áður segir var Bernd Leno keyptur í sumar, en miðað við það sem Unai Emery, stjóri Arsenal, sagði eftir 2-0 tapið gegn City í dag þá mun Cech fá traustið áfram.

„Leno er að byrja hjá okkur, hann er að standa sig vel en hann getur beðið eftir augnablikinu sínu."

„Petr Cech stóð sig vel, hann er með reynslu."
Athugasemdir
banner
banner
banner