Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. ágúst 2018 08:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Liverpool íhugar að selja Ragnar Klavan
Klavan er líklega á förum.
Klavan er líklega á förum.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp íhugar nú að fækka leikmönnum í hópi sínum fyrir lok mánaðarins og svo gæti farið að Ragnar Klavan muni yfirgefa félagið.

Klavan er á síðasta ári samnings síns og vill fá að spila reglulega. Newcastle var sagt áhugasamt um að fá leikmanninn til sín á lokadögum enska félagskiptagluggans en það gekk þó ekki eftir og Newcastle samdi við Federico Fernandez frá Swansea City.

Þó að Klopp liggi ekki beint á að losa sig við leikmanninn sem hefur verið nokkuð stöðugur í þeim 53 leikjum sem hann hefur spilað er líklegt að leikmaðurinn vilji leita annað.

Auk Klavan er líklegt að Simon Mignolet og Divock Origi yfirgefi félagið auk Lazar Markovic sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Þá er framtíð Sheyi Ojo og Marko Grujic ekki kominn á hreint en þeir verða líklega báðir lánaðir.

Athugasemdir
banner
banner