Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. ágúst 2018 07:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Rafinha líklega áfram hjá Barcelona
Rafinha í leik með Barcelona.
Rafinha í leik með Barcelona.
Mynd: Getty Images
Barcelona tilkynnti í kvöld að Rafinha Alcantara yrði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

Rafinha er bróðir Thiago sem spilar fyrir Bayern Munich en báðir leikmennirnir ólust upp hjá Barcelona. Rafinha hefur hinsvegar verið í vandræðum með að tryggja sæti sitt í byrjunarliðinu síðan hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2011.

Rafinha var á láni hjá Inter Milan á síðasta tímabili og þrátt fyrir að hafa heillað forráðamenn Inter þótti þeim 35 milljón evra verðmiðinn á honum of hár.

Rafinha var orðaður burt frá Barcelona og voru Arsenal og Liverpool sögð áhugasöm um leikmanninn. Allt kom fyrir ekki og Rafinha mun því líklega þurfa að berjast um fá spilatíma hjá stórliði Barcelona í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner