Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. ágúst 2018 10:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Everton ætlar ekki að áfrýja rauða spjaldi Jagielka
Dómarinn var ekki hrifinn af broti Jagielka og reif upp rauða spjaldið.
Dómarinn var ekki hrifinn af broti Jagielka og reif upp rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Everton ætlar sér ekki að áfrýja rauða spjaldinu sem Phil Jagielka fékk í jafnteflisleik liðsins gegn Wolves um helgina.

Fyrirliðinn var sendur beint í sturtu eftir brot á Diogo Jota en dómurinn þótti nokkuð umdeildur. Það er nú komið á hreint að Everton ætlar sér ekki að reyna að breyta spjaldinu og fer Jagielka því í þriggja leikja bann.

Neil Swarbrick, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, sagði í gær að dómurinn hafi verið hárréttur.

Marco Silva verður því án Jagielka í næstu leikjum Everton en Richarlison verður hinsvegar klár þótt hann hafi haltrað af velli um helgina.

Rauða spjaldið var einstaklega slæmt fyrir Gylfa Þór Sigurðsson sem var kippt af velli í kjölfarið. Einstaklega svekkjandi fyrir okkar mann sem verður vonandi ferskur í næsta leik liðsins gegn Southampton á laugardaginn næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner