þri 14. ágúst 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Kennie Chopart framlengir við KR
Kennie Chopart og Björgvin Stefánsson.
Kennie Chopart og Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Danski sóknarmaðurinn Kennie Chopart hefur framlengt samning sinn við KR til ársins 2020. Þetta kemur fram á vef félagsins.

Kennie er á sínu þriðja tímabili með KR en hann hefur skorað fimm mörk í 131 leik í Pepsi-deildinni í sumar.

Hinn 28 ára gamli Kennie lék fyrst í Pepsi-deildinni árið 2012 með Stjörnunni en hann spilaði í tvö tímabil í Garðabæ.

Eftir eins árs dvöl í Noregi kom Kennie aftur til Íslands árið 2015 þegar hann gekk í raðir Fjölnis. Í kjölfarið fékk KR hann í sínar raðir.

Samtals hefur Kennie skorað 31 mark í 118 leikjum í Pepsi-deildinni og bikarkeppninni á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner