Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. ágúst 2018 09:42
Elvar Geir Magnússon
Unai Emery mun fá tíma og þolinmæði
Það er mikið verk fyrir höndum hjá Unai Emery.
Það er mikið verk fyrir höndum hjá Unai Emery.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur verið látinn vita af því að Arsenal muni gefa honum tíma og þolinmæði til að byggja upp lið. Þetta segir Daily Mirror.

Arsenal tapaði fyrir Englandsmeisturum Manchester City í fyrstu umferð ensku deildarinnar og framkvæmdastjórinn Ivan Gazidis talaði við Emery til að fullvissa hann um að stjórn félagsins væri ekki að búast við kraftaverkum á nokkrum dögum.

Einhverjir stuðningsmenn Arsenal voru áhyggjufullir fyrir tímabilinu eftir tapið gegn City en stjórn félagsins gerir grein fyrir því að ekki hafi verið hægt að byrja á erfiðari andstæðingi. Emery mun fá góðan tíma til að koma skútunni réttan veg.

Það er ljóst að Arsenal hefði viljað gera fleiri viðskipti í sumarglugganum en það mun taka einhvern tíma fyrir Emery að koma sínu handbragði almennilega á liðið.

City var mun betra liðið í leiknum á sunnudag og segir Mirror að Mikel Arteta, aðstoðarmaður Pep Guardiola, hafi átt stóran þátt í sigrinum. Arteta sá um leikgreiningu á Arsenal og lagði leikinn að stórum hluta upp. Það er ákveðin kaldhæðni í því en Arteta var nálægt því að taka við Arsenal eftir síðasta tímabil.

Arsenal á annað erfitt verkefni á laugardaginn þegar liðið mætir grönnum sínum í Chelsea.

Sjá einnig:
Stóri Sam: Upplegg Emery var heimskulegt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner