Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. ágúst 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 16. umferð: Hefði getað skorað fimm eða sex
Patrick Pedersen (Valur)
Patrick sáttur eftir leikinn í gær ásamt landa sínum Tobias Thomsen.
Patrick sáttur eftir leikinn í gær ásamt landa sínum Tobias Thomsen.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Patrick fagnar þriðja marki sínu í gær.
Patrick fagnar þriðja marki sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Patrick Pedersen, framherji Vals, er leikmaður 16. umferðar í Pepsi-deild karla en hann skoraði þrennu í öruggum 4-0 sigri á Grindavík í gærkvöldi.

„Hann skoraði þrjú mörk og kom sér í fleiri færi. Ef hann hefði verið á sínum allra besta degi hefði hann getað skorað fimm eða sex," sagði SIgurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals, við Fótbolta.net í dag.

„Hann skoraði þessi mörk á frábæran hátt og þetta getur Patrick. Hann er besti senterinn í þessari deild þegar hann er í lagi."

Patrick var veikur fyrir leikinn en hann spilaði samt sem áður og átti góðan dag.

„Það var einhver lumbri í karlinum. Ég vissi það ekki fyrr en í hálfleik. Hann hristi þetta af sér og þetta kom ekki að sök," sagði Sigurbjörn.

Daninn hefur samtals skorað tíu mörk í sumar og er næstmarkahæstur í deildinni.

„Hann hefur gert mjög góða hluti inn á milli og síðan hefur hann líka dottið niður. Í gær sýndi hann hversu megnugur hann er. Vonandi er þetta eitthvað sem koma skal og vonandi kemst hann á markarun," sagði Sigurbjörn.

Neðst í fréttinni má sjá viðtal við Patrick sjálfan á dönsku en það var tekið eftir leikinn í gærkvöldi.

Domino's gefur verðlaun
Patrick fær pizzaveislu frá Domino's í verðlaun fyrir að vera leikmaður umferðarinnar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
Leikmaður 14. umferðar - Ari Leifsson (Fylkir)
Leikmaður 13. umferðar - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Leikmaður 12. umferðar - Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
Leikmaður 11. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 10. umferðar - Kennie Chopart (KR)
Leikmaður 9. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Leikmaður 5. umferðar - Sito (Grindavík)
Leikmaður 4. umferðar - Aron Jóhannsson (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 2. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Patrick: Ég hefði kannski getað gert fleiri!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner