Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 14. ágúst 2018 14:25
Magnús Már Einarsson
Bakayoko til AC Milan á láni (Staðfest)
Tiemoue Bakayoko.
Tiemoue Bakayoko.
Mynd: Getty Images
AC Milan hefur fengið miðjumanninn Tiemoue Bakayoko á láni frá Chelsea.

Lánssamningurinn gildir út tímabilið.

Bakayoko kom til Chelsea frá Mónakó á 40 milljónir punda í fyrrasumar.

Bakayoko var í byrjunarliðinu í 34 leikjum á síðasta tímabili en hann er ekki í áætlunum Maurizio Sarri fyrir tímabilið.

Sarri bætti miðjumönnunum Jorginho og Matoe Kovacic við hópinn í sumar auk þess sem Ruben Loftus-Cheek er mættur aftur eftir lánsdvöl hjá Crystal Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner