Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. ágúst 2018 16:45
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Stjörnunnar og FH
Undanúrslit Mjólkurbikarsins
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar.
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Klukkan 19:15 annað kvöld, miðvikudag, mætast Stjarnan og FH í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Leikurinn verður á Samsung-vellinum í Garðabæ. Breiðablik og Víkingur Ólafsvík mætast í hinum undanúrslitaleiknum á fimmtudag.

Fótbolti.net setti saman líkleg byrjunarlið fyrir viðureign Stjörnunnar og FH.



Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, er íhaldssamur og Garðbæingar ekki með mjög mikla breidd svo það á ekki að vera mikið mál að giska á byrjunarlið þeirra bláu. Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom af bekknum í deildarleik gegn Fylki á sunnudag og setti tvö mörk. Ef það þarf að hleypa lífi í sóknarleikinn verður sama uppskrift líklega reynd annað kvöld.



Það er vandasamara að giska á byrjunarlið FH enda hefur Ólafur Kristjánsson verið með talsverðar hræringar á sínu liði í sumar. Sumarið hefur verið FH-ingum erfitt og hætta á að félagið missi af Evrópusæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner