mið 15. ágúst 2018 16:21
Elvar Geir Magnússon
Sarri slakar á agareglum leikmanna
Sarri er að breyta til hjá Chelsea.
Sarri er að breyta til hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, hefur aflagt tvær reglur innan leikmannahóps félagsins til að reyna að vinna leikmenn frekar á sitt band.

Strangar reglur Antonio Conte um mataræði voru óvinsælar innan leikmannahópsins og þá krafðist Conte þess að liðið væri á hóteli nóttina fyrir heimaleiki. Sú regla var einnig óvinsæl.

Enskir fjölmiðlar ganga það langt að segja að þessar reglur hafi átt þátt í því að óánægja var með Conte og hann látinn fara á endanum.

Telegraph segir að Sarri hafi slakað vel á reglum um mataræði og leyfi leikmönnum að vera heima hjá sér nóttina fyrir leik, hópurinn hittist á leikdegi.

Sarri vonast til þess að breytingarnar bæti andrúmsloftið innan hópsins eftir vonbrigði síðasta tímabils þar sem Chelsea missti af Meistaradeildarsæti.

Sjá einnig:
Willian: Væri farinn ef Conte væri áfram stjóri

Sarri fagnaði sigri í fyrsta deildarleik í nýju starfi en Chelsea vann 3-0 sigur gegn Huddersfield um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner