Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. ágúst 2018 17:09
Elvar Geir Magnússon
Victor Moses hættur með landsliðinu
Victor í leik gegn Íslandi
Victor í leik gegn Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Victor Moses, leikmaður Chelsea, hefur tekið ákvörðun um að hætta að spila fyrir nígeríska landsliðið, aðeins 27 ára gamall.

Moses lék sinn fyrsta landsleik 2012 og hefur spilað á tveimur heimsmeistaramótum. Hann lék með Nígeríu á HM í Rússlandi í sumar en liðið var með Íslandi í riðli.

Árið 2013 varð hann Afríkumeistari með Nígeríu og var valinn maður mótsins.

Moses segir að ákvörðun sín sé tekin því hann vilji einbeita sér að fullu að ferli sínum með félagsliði og gefa ungri fjölskyldu sinni meiri tíma. Þá segist hann telja réttan tímapunkt fyrir nýja kynslóð nígerískra fótboltamanna að stíga upp og blómstra.

Moses skoraði 12 mörk í 37 landsleikjum fyrir Nígeríu.
Athugasemdir
banner
banner
banner