Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 16. ágúst 2018 09:40
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid hefur áhuga á Marcos Alonso
Powerade
Marcos Alonso er orðaður við Real Madrid.
Marcos Alonso er orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Lopetegui fær að heyra það í spænskum fjölmiðlum.
Lopetegui fær að heyra það í spænskum fjölmiðlum.
Mynd: Getty Images
Grujic til Ítalíu?
Grujic til Ítalíu?
Mynd: Getty Images
Alonso, Moura, Maguire, De Bruyne, Pogba, Ospina, Grujic, Pereira og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Real Madrid hefur áhuga á því að fá spænska varnarmanninn Marcos Alonso (27) frá Chelsea. Real tapaði gegn grönnum sínum í Atletico Madrid í leiknum um Ofurbikarinn í gær. (Star)

Spænskir fjölmiðlar tala um að Julen Lopetegui, þjálfari Real Madrid, hafi verið niðurlægður í leiknum í gær. (Ýmsir)

Lorenzo Serra Ferrer, varaformaður Real Betis, segir að félagið vilji fá brasilíska framherjann Lucas Moura (26) frá Tottenham áður en spænska glugganum verður lokað. (El Desmarque)

Heimsmeistarinn Paul Pogba (25) vill yfirgefa Manchester United og ganga í raðir Barcelona, sama þó samband hans við Jose Mourinho verði lagað. (Mail)

Pogba hefur sagt Mourinho að hann muni aðeins tala við hann í gegnum umboðsmann sinn. (Sun)

Kevin de Bruyne (27), sóknarmiðjumaður Manchester Coty, spilar ekki næstu þrjá mánuði eftir að hafa skaddað liðbönd í hægr hné. (Mirror)

Bayern München hefur áhuga á að fá belgíska varnarmanninn Toby Alderweireld (29) frá Tottenham. (Mirror)

Kólumbíski markvörðurinn David Ospina (29) hjá Arsenal er kominn til Napoli á láni. (Guardian)

Parma er nálægt því að tryggja sér Fílabeinsstrendinginn Gervinho (31) frá Hebei Fortune í Kína. Parma er nýliði í ítölsku A-deildinni. (Mediaset)

Liverpool hefur hafnað tilboði frá Torino í serbneska miðjumanninn Marko Grujic (22). Ítalska félgið vill gera eins árs lánssamning með möguleika á að kaupa leikmanninn fyrir 9 milljónir punda næsta sumar. (Liverpool Echo)

Ástralska félagið Sydney FC er í viðtæðum við enska sóknarmanninn Adam Le Fondre (31) sem er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Bolton á þriðjudaginn. (Fox)

Senegalski miðjumaðurinn Henri Saivet (27) hjá Newcastle er nálægt því að semja við tyrkneska félagið Bursaspor á lánssamningi. (Evening Chronicle)

Franski vængmaðurinn Georges-Kevin N'Koudou (23) hjá Tottenham er líklega á leið til Mainz í Þýskalandi á lánssamningi. (Sky Sports)

Blackburn Rovers hefur gert 6 milljóna punda tilboð í sóknarmanninn Ben Brereton (19) hjá Nottingham Forest. (Sun)

Belgíski stjórinn Roberto Martínez hefur áhuga á að fá Andreas Pereira (22) hjá Manchester United í sinn hóp en miðjumaðurinn vonast til að spila fyrir Brasilíu, fæðingarland foreldra hans. (UOL)

Chelsea leitar að nýjum yfirmanni íþróttamála í stað Michael Emenalo. Michael Ballack er meðal þeirra sem orðaðir eru við starfið. (Telegraph)

Tyrkneskt áhugamannafélag hefur selt 18 unga leikmenn til að fjármagna kaup á tíu geitum. Félagið ætlar að nota afurðirnar frá geitunum til að hjálpa til við að fjármagna framtíð sína. (Hurriyet)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner