Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 16. ágúst 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Alexander nær ekki að mæta gömlu félögunum í undanúrslitum
Alexander Helgi fagnar marki gegn KR á dögunum.
Alexander Helgi fagnar marki gegn KR á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Helgi Sigurðarson, miðjumaður Breiðabliks, verður ekki með í undanúrslitaleiknum gegn Víkingi Ólafsvík í Mjólkurbikarnum klukkan 18:00 í kvöld.

Alexander var á láni hjá Ólafsvíkingum fyrri hluta sumars og hjálpaði liðinu mikið.

Hann hefði getað mætt sínum gömlu félögum í kvöld ef hann hefði ekki meiðst á æfingu í vikunni.

„Ég fékk höfuðhögg á æfingu og hef verið með hausverk síðan. Því get ég ekki tekið þátt í leiknum á morgun,” sagði Alexander í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

„Maður þarf að vera varkár með þetta. Það er skemmtilegur leikur framundan og erfiður en við ætlum að gera allt til að komast í úrslitaleikinn.”
Athugasemdir
banner
banner
banner