Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. ágúst 2018 09:52
Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Steinn skorar á 73 mínútna fresti
Guðmundur Steinn er drjúgur fyrir Stjörnuna.
Guðmundur Steinn er drjúgur fyrir Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom inn af bekknum og skoraði annað mark Stjörnunnar í 2-0 sigri gegn FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

Guðmundur Steinn gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið og hefur oftast byrjað leikina á bekknum. Það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi nýtt þær mínútur sem hann hefur fengið ansi vel.

Guðmundur hefur spilað 158 mínútur í bikar og 573 mínútur í deild (samtals 731 mínútu). Samtals er hann búinn að skora 10 mörk (6 í deild og 4 í bikar). Þetta gerir mark á hverjum 73 mínútum að meðaltali.

Til samanburðar hefur Hilmar Árni Halldórsson, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, spilað 386 mínútur í bikar og 1.350 mínútur í deild (samtals 1.736 mínútur). Samtals hefur hann skorað 17 mörk (15 í deild og 2 í bikar), sem gerir mark á hverjum 102 mínútum að meðaltali.

Guðmundur Steinn er 29 ára en hann kom til Stjörnunnar frá Víkingi Ólafsvík. Hann hefur hjálpað Garðabæjarliðinu sem er komið í bikarúrslit ásamt því að vera í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner