banner
   fim 16. ágúst 2018 13:56
Elvar Geir Magnússon
Kroos segir Özil bulla
Mesut Özil er hættur að leika með þýska landsliðinu.
Mesut Özil er hættur að leika með þýska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Toni Kroos gagnrýnir fyrrum liðsfélaga sinn í þýska landsliðinu, Mesut Özil, og segir hann fara með fleipur í yfirlýsingu sinni þegar hann tilkynnti að hann væri hættur að leika fyrir þýska landsliðið.

Özil sagðist hafa orðið fyrir rasisma og óvirðingu vegna tyrknesks uppruna síns.

„Það var ekki í lagi hvernig hann tilkynnti þetta," segir Kroos.

„Þeir hlutar yfirlýsingarinnar sem eru réttir falla í skuggann á því bulli sem hann er einnig með. Ég tel að hann viti það vel að rasismi í kringum þýska landsliðið og þýska sambandið sé ekki til staðar."

Özil, sem er 29 ára leikmaður Arsenal, var lykilmaður í þýska landsliðinu sem vann HM 2014. En hann fékk talsverða gagnrýni þegar hann var myndaður með Taayip Erdogan, forseta Tyrklands, í maí. Þá stóð hann ekki undir væntingum á HM í Rússlandi.

Þegar Özil tilkynnti að landsliðsskórnir væru komnir á hilluna sakaði hann þýska sambandið um að hafa ekki sýnt sér stuðning í þeim stormi sem gekk yfir vegna myndarinnar með Erdogan.

Í yfirlýsingu sinni sagði Özil meðal annars að í augum forseta þýska sambandsins og stuðningsmanna hans væri hann Þjóðverji þegar þýska liðið væri að vinna en væri innflytjandi þegar það tapaði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner