Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 16. ágúst 2018 14:14
Elvar Geir Magnússon
Jokanovic: Vonandi heldur ágústbölvun Kane áfram
Slavisa Jokanovic, stjóri nýliða Fulham.
Slavisa Jokanovic, stjóri nýliða Fulham.
Mynd: Getty Images
Fulham heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en Slavisa Jokanovic, stjóri nýliða Fulham, vonast til þess að ágústbölvun Harry Kane, sóknarmanns Spurs, haldi áfram.

Kane er vanur því að raða inn mörkum en hefur þó aldrei tekist að skora í ágústmánuði, ótrúlegt en satt.

„Ég vona að Harry Kane skori ekki sitt fyrsta ágústmark gegn okkur. Hann er klárlega einn besti sóknarmaður Evrópu í dag. Við verðum að vera skipulagðir til að loka á hann og aðra gæðaleikmenn sem Tottenham hefur," sagði Jokanovic sem er spenntur fyrir leiknum.

„Við erum að fara að spila á Wembley sem úrvalsdeildarlið. Mögnuð áskorun er framundan og við munum gera okkar besta til að berjast fyrir stigunum. Tottenham er með gæði og hraða og við verðum að sýna hugrekki."

Fulham tapaði 0-2 fyrir Crystal Palace í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.

„Við erum með marga nýja leikmenn og þurfum tíma. Við höfum unnið vel í þessari viku, andinn er góður og við höfum unnið að því hvernig við viljum spila fótbolta," segir Jokanovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner