Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. ágúst 2018 18:00
Elvar Geir Magnússon
Emery: Cech verður áfram í markinu - Auðveld ákvörðun
Unai Emery, stjóri Arsenal.
Unai Emery, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Eftri tap gegn Manchester City í fyrstu umferð er annar erfiður leikur framundan fyrir Unai Emery og hans menn í Arsenal. Þeir mæta Chelsea í síðdegisleiknum á laugardag.

Markvörðurinn Petr Cech mun þar mæta sínu gamla félagi en Emery staðfesti að Tékkinn verði áfram í markinu. Hann fékk nokkra gagnrýni eftir tapið gegn City.

Arsenal fékk þýska markvörðinn Bernd Leno frá Bayer Leverkusen í sumar en hann er sem stendur númer tvö í röðinni.

„Ég er ánægður með frammistöðu Petr Cech. Hann hefur mikil gæði og mikla reynslu," sagði Emery á fréttamannafundi í dag.

„Þetta er auðveld ákvörðun fyrir laugardaginn. Ég hef trú á Petr Cech og hann verður áfram í markinu. Ég hef líka trú á Leno."

Emery segir að Arsenal þurfi að bæta sig í stórleikjum.

„Við vildum byrja vel gegn liði eins og Manchester City fyrir framan okkar stuðningsmenn en töpuðum. Það var vitað að þetta yrði erfiður leikur en við þurfum að gera betur í stærstu leikjunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner