Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 16. ágúst 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útlit fyrir að það verði ekki sýnt frá ítalska boltanum á Íslandi
Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus en samt stefnir í það að ekki verði sýnt frá ítalska boltanum á Íslandi.
Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus en samt stefnir í það að ekki verði sýnt frá ítalska boltanum á Íslandi.
Mynd: Getty Images
Svo virðist sem ítalski fótboltinn verði ekki sýndur í íslensku sjónvarpi í vetur. Þetta kemur á óvart þar sem einn besti fótboltamaður sögunnar, einn vinsælasti fótboltamaður í heiminum, Cristiano Ronaldo er mættur í deildina.

Ronaldo fékk félagaskipti í sumar frá Real Madrid til Juventus.

Portúgalinn gæti þreytt frumraun sína í keppnisleik með Juventus á laugardaginn þegar Ítalíumeistararnir sækja Chievo heim.

Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að hvorki Vodafone né Síminn hefði keypt sýningarréttinn fyrir ítalska boltann, en SportTV sem sýndi frá ítalska boltanum í fyrra framlengdi ekki samning sinn.

Eins og staðan er núna er ekki útlit fyrir að ítalski boltinn verði á dagskrá í íslensku sjónvarpi en það ætti enn að vera tími til stefnu til að breyta því á einhvern hátt.

Ítalska úrvalsdeildin byrjar að rúlla um helgina og mætir Juventus eins og áður segir Chievo í fyrstu umferð.

Björn Már Ólafsson er helsti sérfræðingur Íslands um ítalska boltann en hann birti spá sína fyrir tímabilið á Twitter á dögunum.




Athugasemdir
banner
banner