Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 16. ágúst 2018 22:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gulli stjórnaði fagnaðarlátum eftir leik - „Hver er þar?"
Blikar eru komnir í bikarúrslit. Gunnleifur stjórnaði fagnaðarlátum inn í klefa eftir leik.
Blikar eru komnir í bikarúrslit. Gunnleifur stjórnaði fagnaðarlátum inn í klefa eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er komið í bikarúrslit eftir sigur á Víkingi Ólafsvík í gríðarlega dramatískum leik.

Staðan var jöfn að loknum 90 mínútum en Ólsarar komust svo í 2-1 undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Gestirnir, sem leika í Inkasso-deildinni, virtust ætla að taka sigurinn og sæti í bikarúrslitum en á síðustu sekúndum leiksins tókst Blikum að jafna. Jöfnunarmarkið gerði hinn 18 ára gamli Brynjólfur Darri Willumsson, sem hafði komið inn á fyrir bróður sinn, Willum Þór.

„Þegar ég sá að það var opið mark ákvað ég að bomba þessu á markið, þegar ég sá að fjærhornið var opið," sagði Brynjólfur Darri í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Blikar fögnuðu sigrinum auðvitað vel og innilega eftir lek. Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, aldursforsetinn í liði Breiðabliks, stjórnaði fagnaðarlátunum í klefanum eftir leik.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband því til sönnunar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner