Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 16. ágúst 2018 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu atvikið: Munaði svo sáralitlu fyrir Val
Birkir skallaði í slánna og náði að fylgja á eftir.
Birkir skallaði í slánna og náði að fylgja á eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur var hársbreidd frá því að komast í áfram í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Íslandsmeistararnir féllu úr leik gegn Sheriff frá Moldavíu. Útivallarmörk réðu úrslitum.

Valur komst yfir þegar fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson skoraði undir lok fyrri hálfleiksins. Sheriff jafnaði svo þegar rúmar 20 mínútur voru eftir og þurfti Valur því á tveimur mörkum að halda eftir 1-0 tap í fyrri leiknum ytra.

Varamaðurinn Kristinn Ingi Halldórsson skoraði á 90. mínútu, 2-1, og í næstu sókn gerðist þetta:

„Eiður Aron er hér í dauðafæri en Sheriff bjargar á línu. Í kjölfar næstu hornspyrnu nær Birkir Már skalla í slánna og svo ver Pasceno vel frá Birki sem náði frákastinu. Þetta var ótrúlegt," skrifaði Kristófer Jónsson í beinni textalýsingu.

Grátlegt fyrir Val en hér að neðan má sjá á myndbandi hversu nálægt Valsmenn komust því að skora.

Fyrst vonbrigðin í Þrándheimi þar sem Valur féll úr leik í Meistaradeildinni gegn Rosenborg eftir arfaslaka frammistöðu hjá búlgörskum dómara og svo þetta:





Athugasemdir
banner