Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. ágúst 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Pochettino reiknar með að leikmenn fari frá Tottenham
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Alderweireld hefur verið orðaður við önnur félög.
Alderweireld hefur verið orðaður við önnur félög.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, reiknar með að einhverjir leikmenn fari frá félaginu áður en félagaskiptaglugginn í öðrum löndum lokar um mánaðarmótin.

Leikmenn eins og Toby Alderweireld, Danny Rose, Georges-Kevin N'Koudou og Vincent Janssen hafa verið orðaðir við önnur félög að undanförnu.

„Kannski sjáum við leikmenn sem telja sig geta náð markmiðum sínum hjá öðrum félögum. Kannski fara þeir. Það gæti eitthvað gerst á næstu vikum," sagði Pochettino.

„ Ef einhver leikmaður er ekki ánægður því hann þarf að spila eða telur að hann geti spilað meira hjá öðru liði, þarf að breyta um umhverfi eða fá nýja áskorun þá er ég opinn fyrir því að finna lausn."

„Ég vil hafa fólk sem er ánægt með að vera hér alla daga. Ánægt með að vera í þeirri stöðu sem stjórinn ákveður og telur að það sé eina leiðin til að ná árangri."

„Við erum 25 leikmenn, 40 eða 50 starfsmenn, stuðningsmenn og stjórnin öll að vinna að sama markmiði sem er að vinna leiki. Þess vegna er ég svo opinn fyrir því að greiða úr vandamálum. Ég vil ekki neinn hér sem er reiður eða ósáttur. Ég vil ekki neikvæðni hér."

„Reglurnar og skilaboðin frá mér eru skýrar. Ég lofa að greiða úr því ef einhver er ekki ánægður með að vera hér næstu fimm mánuðina þar til félagaskiptaglugginn opnar aftur. Allir þurfa að finna að þeir séu hluti af liðinu og vera tilbúnir að hjálpa liðinu þegar stjórinn kallar eftir því."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner