Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 17. ágúst 2018 18:00
Elvar Geir Magnússon
Allir í ÍBV treyju fá kaldan nema leikmennirnir
Frítt á leik ÍBV og Keflavíkur
Eyjamenn geta farið langt með að tryggja sér áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni með sigri á morgun.
Eyjamenn geta farið langt með að tryggja sér áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni með sigri á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verða pylsur á Akureyri!
Það verða pylsur á Akureyri!
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Eyjamenn verða með alvöru umgjörð í kringum leik ÍBV og Keflavíkur sem fram fer á morgun, laugardag.

Leikurinn verður klukkan 16 en með honum hefst 17. umferð Pepsi-deildarinnar.

Frítt verður á leikinn í boði Ísfélags Vestmannaeyja.

ÍBV ætlar svo að bjóða uppá pylsur og svala fyrir krakkana á pallinum fyrir aftan Týsheimilið klukkutíma fyrir leik. Páll Hjarðar, formaður ÍBV, verður á grillinu ásamt yfirgrillaranum Guðmundi Inga.

Á heimasíðu ÍBV kemur fram að kaldur sé í boði fyrir alla sem mæta í ÍBV treyju en sérstaklega er tekið fram að það gildir ekki um leikmenn.

Eyjamenn eru með 19 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti, og stíga stórt skref í átt að því að tryggja sæti sitt með því að vinna botnlið Keflavíkur á morgun.

KA gefur pylsur
Þrír leikir verða í Pepsi-deildinni á sunnudag, þar á meðal viðureign KA og KR sem verður klukkan 16 á Akureyrarvelli. Á heimasíðu KA kemur fram að fyrir leik verði fríar grillpylsur, andlitsmálning og ýmsir leikir.

„Nú er orðið ljóst að 4. sætið í Pepsi deildinni mun gefa sæti í Evrópukeppni en fyrir leikinn á sunnudaginn sitja KR-ingar í því sæti. KA liðið sem hefur verið á miklu skriði að undanförnu fer upp fyrir KR með sigri og þá er í rauninni allt hægt. Nú skorum við hreinlega á ALLA KA-menn að mæta!" segir á heimasíðu KA.

17. umferðin í Pepsi-deildinni:

laugardagur 18. ágúst
16:00 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 19. ágúst
16:00 KA-KR (Akureyrarvöllur)
18:00 Grindavík-Stjarnan (Grindavíkurvöllur)
18:00 Fylkir-FH (Floridana völlurinn)

mánudagur 20. ágúst
18:00 Fjölnir-Víkingur R. (Extra völlurinn)
18:00 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner