fös 17. ágúst 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Torreira gæti byrjað hjá Arsenal gegn Chelsea
Gæti byrjað á morgun.
Gæti byrjað á morgun.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur gefið í skyn að Lucas Torreira gæti byrjað sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni síðdegis á morgun í Lundúnarslagnum gegn Chelsea.

Úrúgvæinn kom til Arsenal frá Sampdoria í sumar en hann byrjaði á bekknum gegn Manchester City um síðustu helgi.

Aaron Ramsey, Matteo Guendouzi og Granit Xhaka byrjuðu á miðjunni þar en Emery gæti hent Torreira í liðið á morgun.

„Hann er að æfa vel. Hann er byrjaður að læra ensku og gea talað við okkur. Hann er farinn að skilja alla taktísku hlutina sem við viljum að hann geri á vellinum," sagði Emery í dag.

„Hann er í lagi. Í fyrsta leik gegn City spilaði hann 15-20 mínútur og mér fannst það vera gott. Ég vil að hann haldi áfram að bæta sig og vera klár í að spila."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner