Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. ágúst 2018 11:45
Elvar Geir Magnússon
Glenn frá í tvær til þrjár vikur í viðbót
Glenn meiddist gegn Val.
Glenn meiddist gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Hann tognaði mjög illa í kálfa í leiknum gegn Val um daginn," segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, um meiðsli sóknarmannsins Jonathan Glenn.

Glenn hefur ekki spilað síðustu tvo leiki Fylkis vegna þessara meiðsla og segir Helgi að hann verði frá í tvær til þrjár vikur í viðbót.

Glenn hefur skorað fjögur mörk í ellefu leikjum með Fylki í Pepsi-deildinni í sumar og er markahæstur Árbæinga.

Fylkir er sem stendur í fallsæti og fær FH í heimsókn í Lautina á laugardaginn.

„Við erum að fara að mæta hörkumannskap og góðu liði. FH-ingar hafa átt undir högg að sækja eins og fleiri lið í þessari deild. Það eru allir leikir sem eftir eru úrslitaleikir og við nálgumst þennan leik á þann hátt," segir Helgi.

„Þetta er hörkudeild og spenna um hana alla. Við ætlum okkur sigur á sunnudaginn, það er alveg ljóst."

17. umferðin í Pepsi-deildinni:

laugardagur 18. ágúst
16:00 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)

sunnudagur 19. ágúst
16:00 KA-KR (Akureyrarvöllur)
18:00 Grindavík-Stjarnan (Grindavíkurvöllur)
18:00 Fylkir-FH (Floridana völlurinn)

mánudagur 20. ágúst
18:00 Fjölnir-Víkingur R. (Extra völlurinn)
18:00 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner