Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. ágúst 2018 13:26
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Aldrei verið jafn ánægður með Pogba
Paul Pogba og Jose Mourinho.
Paul Pogba og Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segist aldrei hafa verið jafn ánægður með miðjumanninn Paul Pogba og núna.

Sögusagni hafa verið um ósætti á milli Mourinho og Pogba en Portúgalinn blés á það á fréttamannafundi í dag.

„Sannleikurinn er sá að við höfum verið saman í tvö ár og nokkrar vikur og ég hef aldrei verið jafn ánægður með hann og núna," sagði Mourinho.

„Ég verð að segja honum til varnar, skrifið hvað sem þið viljið um mig og hann en vinsamlegast ekki ljúga."

„Ekki samt setja hann í aðstöðu þar sem fólk heldur að hann sé ekki kurteis og klár náungi eins og hann er. Hann hefur aldrei rifist við mig eða átt í orðaskiptum. Allir bera virðingu. Það eru engin vandamál hjá mér."


Pogba var fyrirliði Manchester United gegn Leicester í síðustu viku og Mourinho staðfesti að hann verði áfram með fyrirliðabandið gegn Brighton á sunnudaginn í fjarveru í Antonio Valencia.

Á fundinum í dag sagði Mourinho að Lingard, Matic og Valencia væru farnir að æfa með liðinu en leikurinn gegn Brighton komi of snemma fyrir þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner