Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. ágúst 2018 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Martial fékk sekt fyrir að vera viðstaddur fæðingu sonar síns
Anthony Martial
Anthony Martial
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, staðfesti það í gær að Anthony Martial fékk sekt fyrir að yfirgefa liðið er það var í æfingaferð í Bandaríkjunum.

Martial yfirgaf herbúðir United í Bandaríkjunum til þess að vera viðstaddur fæðingur sonar síns á Bretlandseyjum.

Samband franska leikmannsins og Mourinho er afar stirrt og ljóst að hann gæti fengið lítinn spiltíma á tímabilinu. Martial átti að snúa aftur eftir fæðinguna en hún gekk erfiðleika og ákvað hann því að ferðast ekki aftur til Bandaríkjanna.

Mourinho staðfesti í gær að Martial hafi fengið sekt upp á 180 þúsund pund.

„Martial er eini leikmaðurinn sem var sektaður, því það er ansi erfitt að fá sekt hér. Hann eignaðist barnið og eftir að það fæddist og leyf mér að koma inn á það að þetta er gullfallegt barn við góða heilsu, Guði sé lof, en hann átti að koma aftur til Bandaríkjanna eftir það," sagði Mourinho.

Martial kom inn á það að fæðingin hafi verið erfið og fjölskyldan yrði alltaf í forgangi. Þess vegna skilaði hann sér ekki aftur í æfingaferðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner