Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 18. ágúst 2018 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Wes Brown um Sanchez: Það vita allir hvað hann getur
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Wes Brown fyrrum leikmaður Manchester United virðist nokkuð bjartsýnn fyrir komandi tímabil hjá félaginu, hann telur að Alexis Sanchez sem kom frá Arsenal til Manchester United í janúar eigi enn eftir að sýna sitt besta.

„Hann hefur ekki enn sýnt sitt besta, það vita allir hvað hann getur, hann var frábær hjá Arsenal."

„Það tekur alltaf tíma að koma sér aftur af stað og það er ekki hægt að dæma hann mikið bara fyrir þennan fyrsta alvöru keppnisleik. En það vita allir að hann er frábær leikmaður og hann mun verða betri."

Wes Brown fór einnig fögrum orðum um Frakkann, Anthony Martial sem hefur verið orðaður við brottför frá Manchester United í sumar.

„Martial er góður leikmaður, hann fékk ekki mikinn spilatíma á síðasta tímabili en hann er leikmaður sem ég yrði stressaður að þurfa spila á móti."

„Hann er leikmaður sem getur breytt leikjum upp á sitt einsdæmi, vonandi mun hann komast inn í byrjunarliði sem fyrst," sagði Brown sem leikur með Kerala Blasters á Indlandi en hann hrósaði einnig Marcus Rashford.

„Rashford er frábær, hæfileikaríkur leikmaður sem ég myndi hata að spila á móti. Hann á bara eftir að verða betri með árunum líkt og Jesse Lingard."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner