lau 18. ágúst 2018 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: ÍBV að blanda sér í Evrópubaráttu
Sigurður Arnar skoraði sigurmark ÍBV. Hér er hann í baráttu við Lasse Rise sem var ekki í hóp í dag.
Sigurður Arnar skoraði sigurmark ÍBV. Hér er hann í baráttu við Lasse Rise sem var ekki í hóp í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 0 Keflavík
1-0 Sigurður Arnar Magnússon ('4)
Lestu nánar um leikinn

ÍBV hafði betur gegn botnliði Keflavíkur þegar liðin mættust í Pepsi-deild karla í dag. Þetta var eini leikur dagsins í Pepsi-deildinni.

Fyrsta mark leiksins kom strax á fjórðu mínútu en það gerði Sigurður Arnar Magnússon fyrir ÍBV. „Kaj Leo kemur með geggjaðan bolta inn á markteiginn þar sem gammurinn Sigurður Arnar Magnússon setur boltann í netið og staðan er 1-0!" skrifaði Orri Rafn Sigurðarson í í beinni textalýsingu á Fótbolta.net þegar Sigurður skoraði.

Keflvíkingar fengu alveg færi til að jafna leikinn en þeim tókst það ekki og voru ekki fleiri mörk skoruð í Vestmannaeyjum. Lokatölur 1-0 fyrir heimamenn í ÍBV.

Hvað þýða þessi úrslit?
Keflavíkur hefur ekki enn unnið leik og það er bara tímaspursmál hvenær fall þeirra úr efstu deild verður staðfest. ÍBV gæti með þessum sigri verið að blanda sér í Evrópubaráttu. Ljóst er að fjórða sæti gefur Evrópusæti, en ÍBV er eftir þennan sigur tveimur stigum frá Evrópusæti og aldrei að vita nema Eyjamenn laumist bakdyramegin í Evrópukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner