Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. ágúst 2018 18:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Dramatískur sigur í fyrsta leik Ronaldo
Ronaldo skoraði ekki en hann getur huggað sig við sigurinn.
Ronaldo skoraði ekki en hann getur huggað sig við sigurinn.
Mynd: Getty Images
Chievo 2 - 3 Juventus
0-1 Sami Khedira ('3 )
1-1 Mariusz Stepinski ('38 )
2-1 Emanuele Giaccherini ('56 , víti)
2-2 Leonardo Bonucci ('75 )
2-3 Federico Bernardeschi ('90 )

Cristiano Ronaldo lék sinn fyrsta alvöru leik með Juventus í Seríu A í dag. Það var uppselt Stadio Marc'Antonio Bentegodi, heimavelli Chievo þegar Juventus kom í heimsókn.

Ronaldo gekk í raðir Juventus frá Real Madrid í sumar og var hann mættur í byrjunarliðið í fyrsta leik tímabilsins.

Juventus byrjaði vel með Ronaldo í liðinu en Sami Khedria kom Ítalíumeisturunum yfir eftir þrjár mínútur. Chievo tókst að jafna fyrir leikhlé og kom Emanuele Giaccherini heimamönnum yfir úr vítaspyrnu á 56. mínútu.

Allt í einu var Juventus undir og hætta á að allt myndi ekki fara eftir plani í frumraun Ronaldo. Það var þó nóg eftir og jafnaði Leonardo Bonucci, sem kom aftur til Juventus frá AC Milan í sumar, þegar stundarfjórðungur var eftir.

Leikurinn virtist ætla að enda í jafntefli en á þriðju mínútu uppbótartímans skoraði Fernando Bernardeschi sigurmarkið fyrir Juventus. Hann hafði komið inn á sem varamaður.

Dramatískur sigur hjá Juventus en liðið stefnir á að vinna sinn áttunda Ítalíumeistaratitil í röð.
Athugasemdir
banner
banner