Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. ágúst 2018 20:34
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Insigne hetja Napoli þegar þeir sigruðu Lazio
Roberto Insigne skoraði sigurmarkið.
Roberto Insigne skoraði sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
Lazio 1 - 2 Napoli
1-0 Ciro Immobile ('25 )
1-1 Arkadiusz Milik ('45 )
1-2 Roberto Insigne ('59 )

Ítalski boltinn er byrjaður að rúlla aftur en fyrr í dag sigraði Juventus, Chievo Verona, 2-3. Í kvöld fór síðari leikur dagsins fram þar sem Lazio fékk Napoli í heimsókn.

Þar byrjuðu heimamenn betur og komust yfir á 25. mínútu þegar Ciro Immobile kom boltanum í netið.

Pólverjinn Arkadiusz Milik jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik, 1-1.

Í seinni hálfleik var aðeins eitt mark skorað og það gerði Roberto Insigne á 59. mínútu. Napoli byrjar því tímabilið á sigri en þeir enduðu í 2. sæti á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner