Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. ágúst 2018 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Strinic þarf að taka sér pásu vegna hjartagalla
Ivan Strinic.
Ivan Strinic.
Mynd: Getty Images
Ivan Strinic, bakvörður AC Milan og króatíska landsliðsins, þarf að taka sér frí frá fótbolta þar sem hann hefur verið greindur með hjartagalla. Hann þarf að hvílast þangað til hann hefur farið í frekari rannsóknir.

Strinic spilaði í sex af sjö leikjum Króatíu á HM í sumar þegar liðið fór alla leið í úrslitin á mótinu. Í úrslitaleiknum voru Frakkar of stór biti.

Hinn 31 árs gamli Strinic gekk í raðir Milan í júlí, á frjálsri sölu frá Sampdoria. Strinic hefur ekki leikið með Milan, en upp komst um gallann þegar hann fór í skoðun, sem leikmenn Milan fara í sex mánaða fresti.

AC Milan átti að leika sinn fyrsta leik í ítölsku úrvalsdeildinni í dag gegn Genoa en leiknum var frestað eftir hræðilegt brúarslys í Genúa síðastliðinn þriðjudag. Morandi-brúin féll en staðfest hefur verið að 43 manns hafi týnt lífi. Sú tala gæti hækkað.
Athugasemdir
banner
banner