Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. ágúst 2018 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cazorla missti næstum fótinn - Spilaði í La Liga í gær
Mynd: Getty Images
Í fótbolta, sem og lífinu almennt, er sagt að maður eigi aldrei að gefast upp. Spænski miðjumaðurinn Santi Cazorla gafst aldrei upp.

Cazorla var næstum því búinn að missa fótinn í kjölfarið á aðgerð sem hann fór í. Cazorla fékk sýkingu í fótinn og sögðu læknar að hann hefði verið heppinn að geta gengið eftir það sem gerðist. Meiðslin voru í hásin.

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, sagði að meiðslin væru þau verstu sem hann hafði séð.

Cazorla gafst hins vegar aldrei upp. Hann samdi við Villarreal, þar sem hann spilaði fyrst aðalliðsfótbolta á ferlinum, í sumar og í gær spilaði hann í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga. Þetta var fyrsti keppnisleikur Cazorla í 668 daga, en hann spilaði síðast með Arsenal gegn Ludogorets í Meistaradeildinni í október 2016.

Kærkomið fyrir Cazorla en því miður fyrir hann þá tapaðist leikurinn, sem var gegn Real Sociedad, 2-1.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner